top of page
39557872_10156563404974603_5838134893535

Heiða Dís Bjarnadóttir ljósmyndari

Heiða Dís hefur lengi haft áhuga á myndlist og stundaði nám á listnámsbraut Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Þar kynntist hún ljósmyndun og ákvað að lokaverkefnið hennar yrði ljósmyndaverkefni. 

Eftir útskrift fór hún í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hún hóf nám í ljósmyndun. Hún útskrifaðist svo með sveinspróf í ljósmyndun 2006 þar sem meistari hennar á námssamningnum var Lárus Karl Ingason, ljósmyndari.

Þaðan lá leið hennar til Danmerkur þar sem hún hóf nám í margmiðlunarhönnun við Köbenhavns Tekniske Skole og útskrifaðist árið 2008. 
Eftir útskrift vann hún sem margmiðlunarhönnuður hjá Saxo Bank, þangað til hún flutti til Íslands 2011. Samhliða námi og starfi hjá Saxo Bank vann hún sem ljósmyndari í lausamennsku.
Á Íslandi starfaði hún sem vefstjóri fram til lok 2014 þar sem hún ákvað að gera ljósmyndun að aðalstarfi sínu.
Úr varð að Stúdíó Dís var stofnað í febrúar 2015

Hafðu samband

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page