top of page

Boudoir

Hvað er boudoir myndataka ?

Staður og stund til að fagna sínum kvenleika og líkama, því orðið boudoir er franska og vísar í einka búningsherbergi / svefnherbergi konunnar. Þar er hennar persónulegi staður og á sama hátt er boudoir ljósmyndun persónuleg ljósmyndun fyrir konuna og hennar eigin líkama. Myndirnar eru rómantískar og stundum erótískar og er frekar verið að gefa í skyn nekt, en að hún sé augljós.

Fyrir hverjar er boudoir myndataka?

Allar konur - Myndatakan er hugsuð sem tími fyrir konur og bara þær sjálfar að njóta sín.

Þær koma í förðun og hár í byrjun tökunnar þar sem er dekrað við þær. Þær skella sér svo í sín uppáhalds nærföt og hælaskó, slopp, skyrtu eða það sem þær vilja hafa sýnilegt á myndunum.

Hvar fer myndatakan fram?

Við finnum sameiginlega staðsetningu sem hentar hverju sinni. Getur verið heima hjá konum, á hóteli /gistiheimili.

Hvað kostar að koma í myndatökuna?

Pakkinn kostar 85.000kr

Hvað er innifalið í pakkanum?

Hár og förðun ca 1,5-2 tímar

Heiða Einars sér um hár og förðun fyrir myndatökuna. Heiða er hársnyrtimeistari, nagla- og förðunarfræðingur og er með áralanga reynslu. Heiða sér til þess að láta hverri konu líða vel í stólnum og sinnir henni af natni og nærgætni

Myndatakan ca 2 tímar og 10 tilbúnar myndir í lit og svarthvítu

Í hverju á ég að vera í myndatökunni ?

Ef þú átt ekki falleg undirföt - þá endilega keyptu þér sett eða tvö.

Hafðu samband og ég skal benda þér á verslun sem veitir þér afslátt ef þú ert að koma til mín.

Fallegur sloppur, hælaskór og skyrta er líka vinsælt að koma með.

Einnig ef þú vilt láta dekra við þig á snyrtistofu áður þá er ég með eina frábæra í það verkefni með afslætti.

En ég mæli ekki með að fara í brúnkusprey - þar sem húðliturinn getur komið ójafn út á myndunum.

Hvað geri ég til að bóka myndatöku ?

Sendu mér  tölvupóst á netfangið: heidadis@studiodis.is

 
Er hægt að kaupa gjafabréf ?

Já - sendu mér tölvupóst til að panta gjafabréf.

Hvenær fæ ég myndirnar?
Vinnslan tekur um 2-3 vikur.
Hvernig fæ ég myndirnar?

Sendar með WeTransfer í tölvupóstinn þinn.

Hver fær að sjá myndirnar?

Bara Heiða Dís, ljósmyndari sér myndirnar - Hér er 100% trúnaður og engum myndum er deilt nema með þínu leyfi.

Ef þú hefur fleiri spurningar - ekki hika við að senda mér línu:

heidadis@studiodis.is

Hlakka til að heyra frá þér!

810_8484Svhv.jpg

Allar konur ættu að prufa þetta - mér fannst þetta mjög notaleg stund, var pínku smeyk um að vera eitthvað feimin eða finnast þetta óþæginlegt en þú náðir svo að róa allar taugarnar niður. Þægilegt andrúmsloft - gæti ekki mælt meira með”

- Sigrún Mist

bottom of page